*

Hitt og þetta 4. mars 2014

Uppáhaldsflík viðskiptavinarins

REY hefur fengið tækifæri innanlands jafnt sem erlendis í framhaldi af þátttöku í RFF.

Edda Hermannsdóttir

REY er fimm ára gamalt fatamerki sem var stofnað af Rebekku Jónsdóttur. Rebekka lærði fatahönnun í Los Angeles þar sem hún útskrifaðist árið 2008. Hún segir Reykjavík Fashion Festival vera gott tækifæri til að sýna umheiminum hvað sé næst hjá REY.

Voru einhver ákveðin tækifæri sem þið fenguð eftir að hafa tekið þátt í fyrra?

Þrátt fyrir þann hraða sem einkennir fatahönnun sem grein tekur uppbygging fyrirtækis langan tíma. Þátttaka í viðburðum eins og RFF er mikilvægur liður í ímyndarvinnu fatamerkis. REY hefur fengið tækifæri innanlands jafnt sem erlendis í framhaldi af þátttöku í RFF.

Hversu miklu máli skiptir það fyrir íslenska hönnun að hafa hátíð eins og RFF og þá hvers vegna?

RFF er einstakt tækifæri fyrir íslenska hönnuði að sýna línur sínar og taka þátt í uppbyggingu fatahönnunar sem er ný og vaxandi atvinnugrein.

Geturðu sagt mér frá ykkar merki og áherslum?

REY er fyrst og fremst kvenfatalína. Áhersla er lögð á tímalausa hönnun, hágæða efni og vandaðan frágang. Markmið hönnunarinnar er að flík frá REY verði uppáhaldsflíkin í fataskáp viðskiptavinarins.

Viðtalið við Rebekku er að finna í blaðinu Tíska, sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: REY