*

Ferðalög 14. október 2013

Uppáhaldsskíðastaðir þjóðarleiðtoganna

Það er álag að stýra heilu ríkjunum og þess vegna þurfa þjóðarleiðtogar, alveg eins og við hin, að komast stundum í burtu frá þessu öllu saman.

Skoðum uppáhaldsskíðastaði nokkurra forseta, forsætisráðherra og konungborinna. 

Grace Kelly, prinsessa af Mónakó fór reglulega á skíði til Gstaad í suðvestur Sviss. Þorpið er mjög vinsælt hjá ríka og fræga fólkinu en aðrir aðdáendur Gstaad voru Díana prinsessa, Kofi Annan, Margaret Thatcher og Roman Polanski.

Mohammed Reza Pahlavi, síðasti konungur Írans fór reglulega til St. Moritz í Sviss með eiginkonu sinni, Farah Diba. Þar áttu þau fallega 33 herbergja villu sem kostar um fimm milljónir dala. 

Það var í bænum Klosters sem Karl Bretaprins heyrðist tauta „bloody people" þegar búið var að kveikja á míkrafónunum fyrir stuttan blaðamannafund þar sem hann skíðaði með sonum sínum Vilhjálmi og Harry árið 2005. Karl fer árlega til Klosters og synir hans koma jafnan með honum þangað. 

Vladimir Putin, þáverandi forsætisráðherra Rússlands, Silvio Berlusconi og Dmitry Medvedev, þáverandi forseti Rússlands, hittust í rússneska bænum Rosa Khutor og fengu sér drykk. Þeir sáust þó ekki skíða saman en voru samt klæddir í skíðadress og virtust til í tuskið. 

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, og dætur hennar Malia og Sasha fóru á skíði í Aspen í ár og í fyrra. Barak Obama Bandaríkjaforseti notaði tækifærið og spilaði golf við Tiger Woods í Flórida á meðan. 

Konungsfjölskylda Hollands fer til Lech í Austurríki á hverju ári. Johan Friso prins lét lífið í Lech árið 2012 þegar hann lenti í snjóflóði. 

The Telegraph fjallar um fleiri skíðastaði í grein á vefsíðu sinni hér

 

 

 

 

Stikkorð: skíði