*

Bílar 28. júlí 2012

Uppfærður Audi R8

Fyrsti bíllinn kemur af færibandinu seint í haust.

Audi kynnti endurbættan R8 í vikunni. Útlitsbreytingarnar eru aðallega fólgnar í nýjum framljósum og afturljósum og notast er við LED ljós.

V10 vélin hefur verið endurbætt og skilar 525 hestöflum. Ný sjöþrepa sjálfskipting kemur í bílnum.

Fyrsti bíllinn kemur af færibandinu seint í haust. Verðið á honum í Evrópu er 130 þúsund evrur, tæpar 20 milljónir. 

Stikkorð: Audi R8