*

Tölvur & tækni 5. júlí 2013

Uppgjör Samsung undir væntingum

Greiningaraðilar bjuggust við að hagnaður Samsung yrði meiri.

Hagnaður Samsung Electronics, stærsta síma- og sjónvarpsframleiðanda heims,verður að öllum líkindum „aðeins“ um 8,3 milljarðar dollara á öðrum ársfjórðungi 2013, þrátt fyrir að tekjur hafi aldrei verið hærri. Félagið gaf í gær út afkomuspá sem sýnir hagnað undir væntingum markaðsaðila.

Vöxtur Samsung hefur verið mikill að undanförnu og er helst rakinn til snjallsíma sem hafa selst vel. Hlutabréfaverð í félaginu lækkaði um 3% eftir að áætlunin var gefin út í gær. Frá því í júní hefur hlutabréfaverð lækkað um 15%, þar sem fjárfestar óttast að vöxtur félagsins verði ekki eins mikill og áður var talið.

Stikkorð: Samsung