*

Sport & peningar 7. júní 2014

Upphitun fyrir HM: Argentína elsta lið mótsins

Markvörðurinn Iker Casillas hefur leikið flesta landsleiki allra leikmanna á heimsmeistaramótinu

Nú fer að styttast í heimsmeistaramótið í knattspyrnu en keppnin hefst á fimmtudag í Brasilíu. 736 leikmenn munu taka þátt í keppninni frá 32 landsliðum. The Guardian hefur birt áhugaverða tölfræði um liðin sem keppa á mótinu. Meðal þess sem kemur fram er samantekt yfir aldur og reynslu leikmanna mótsins.

Argentína er elsta liðið á mótinu. Meðalaldur leikmanna Argentínu eru 28,5 ár. Meðalaldur Gana er hins vegar lægstur eða 24,9 ár. Einungis einn leikmaður liðsins er kominn yfir þrítugt. Elsti leikmaður mótsins er markmaðurinn Faryd Mondragon frá Kólumbíu, 43 ára. Sá yngsti er sóknarmaðurinn Fabrice Olinga frá Kamerún, 18 ára. Meðalaldur allra leikmanna á heimsmeistaramótinu er 26,9 ár.

Þegar kemur að fjölda landsleikja eru heimsmeistarar Spánverja í efsta sæti. Samtals hafa leikmenn spænska liðsins leikið 1.375 landsleiki og þar af hafa fimm leikmenn leikið fleiri en 100 leiki. Einnig er reynslumesti leikmaður mótsins í herbúðum Spánverja, markmaðurinn Iker Casillas, með 153 leiki á bakinu. Reynsluminnsta lið mótsins er Algeria en leikmenn liðsins hafa einungis leikið 364 landsleiki samanlagt.

Að meðaltali hafa leikmenn heimsmeistaramótsins spilað 33 landsleiki en 28 leikmenn hafa ekki spilað landsleik áður og munu væntanlega þreyta frumraun sína í Brasilíu.

Stikkorð: Fótbolti