*

Tölvur & tækni 3. apríl 2018

Upplifa snertingu í sýndarveruleika

Sýndarveruleikahanskinn opnar nýjar víddirog leyfir fólki að þreifa á hlutum í sýndarveruleika.

Sýndarveruleiki hefur hingað til verið bundinn við sjón en flestir eru farnir að kannast við og hafa jafnvel prófað sýndarveruleikagleraugu. Nú hefur sex ára gamalt sprotafyrirtæki, HaptX, hins vegar bætt um betur en starfsmenn fyrirtækisins hafa hannað sýndarveruleikahanska.

Hanskinn gerir fólki kleift að upplifa snertingu í sýndarveruleika en blaðamanni The Wall Street Journal gafst tækifæri til þess að prófa hanskann.

Hún segir frá upplifun sinni af því að finna lítinn teiknimyndaref stökkva upp í höndina á sér og labba þar um. Hanskinn sem er búinn til úr meira en 100 uppblásanlegum vösum gerði henni kleift að finna hvert skref refsins fyrir sig. Þegar hún klappaði honum fann hún hvernig fingurgómarnir fóru yfir mjúkann feldinn.

Haptic tæknin notast við kraft, hristing og hreyfingu til að búa til tilfinningu við snertingu sýndarhlutar. Einfaldari útgáfa hennar hefur verið til í nokkur ár og hefur m.a. verið notuð í snjallsímum og fjarstýringum leikjatölva.