*

Matur og vín 16. janúar 2015

Upplifunin skiptir öllu máli

Í ársbyrjun vilja margir koma mataræðinu á rétta braut og taka upp nýja siði. Viðskiptablaðið leitaði ráða hjá Sollu Eiríks.

Ásta Andrésdóttir

„Ég segi alltaf að jólin séu tími til að njóta en í janúar tökum við afleiðingunum. Mín aðferð er að taka einn dag á fljótandi fæði. Þá má drekka jurtate, kaffi, vatn og grænan djús – jafnvel grænan hristing sem er þá matarmeiri. Þetta á hvorki að vera erfitt né slæmt, þvert á móti hjálpar þetta meltingunni og líkamanum að hvíla sig,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló.

„Á heimasíðunni minni, lifraent.is, er líka tveggja daga matseðill sem hjálpar líkamanum að jafna sig eftir alla salt-, sykur- og fituneysluna.“

Ýmislegt má einnig gera til að auka virkni fæðunnar, að sögn Sollu. Náttúrulegum efnum á duftformi, til dæmis hempfræjum, hveitigrasadufti, Moringa, Chlorella og Maca, megi blanda má út í drykki og fá þannig orku, slá á sykurþörf og draga úr kvíða. Allt þetta sé að finna í vörulínu hennar, Himneskt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.