*

Tölvur & tækni 1. maí 2013

Upprunalegi iPhone síminn verður að forngrip

Apple mun skilgreina fyrstu útgáfuna af iPhone símanum sem úrelta frá og með 11. júní í ár.

Þann 11. júní næstkomandi verður upprunalegi iPhone síminn frá Apple skilgreindur sem úreltur á flestum markaðssvæðum, sem þýðir að ekki verður lengur hægt að fá þjónustu vegna símans í Apple verslunum. Í Bandaríkjunum mun síminn hins vegar fá svokallaða „vintage“ stöðu, sem þýðir að síminn verður áfram þjónustaður þar í landi, en með takmörkuðu móti þó. Mun síminn því fá nokkurs konar forngripsstimpil í Bandaríkjunum

Á tæknisíðunni trustedreviews.com er líkum að því leitt að þessi „vintage“ skilgreining á símanum muni auka vinsældir símans hjá þeim sem vilja frekar nota gamlar græjur en nýjar, sem og meðal þeirra sem á vondu slangri eru kallaðir hipsterar.

Fleiri Apple-græjur verða úreltar í ár, þar á meðal 17 og 20 tommu iMac GM, Mac mini frá árinu 2005 og 15 og 17 tommu útgáfurnar af Apple PowerBook G4.

Stikkorð: Apple  • iPhone  • Steve Jobs