*

Veiði 5. apríl 2012

Uppselt í Aðaldalnum

Búið er að selja allar stangir alla daga á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal, sem er kunn fyrir stórlaxa. Meirihluti veiðimanna eru Íslendingar.

Búið er að selja allar stangir alla daga á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal, sem er kunn fyrir stórlaxa. Þetta kemur fram á Veiðipressunni. Þar er talað við Árna Pétur Hilmarsson, umsjónarmann veiðisvæðisins, sem er bjartsýnn á sumarið.

Meðal veiðimanna er þekkt fólk úr bandarísku viðskiptalífi. En útlendingar eru samt ekki í meirihluta eins og áður. Nú eru 65% veiðimanna Íslendingar en 35% útlendingar. Hlutföllin hafa því snúist við – þrátt fyrir hagstætt gengi fyrir útlendinga.