*

Menning & listir 24. febrúar 2017

Uppselt á Ricky Gervais

Uppistand Ricky Gervais sem haldið verður í Eldborgarsalnum í Hörpu 20. og 21. apríl seldist upp á nokkrum mínútum í báðum tilfellum.

Uppselt varð á nokkrum mínútum á aukasýningu Ricky Gervais sem haldinn verður föstudaginn 21. apríl næstkomandi, en áður hafði fyrri sýningin einnig fyllst á nokkrum mínútum.

Fyrri sýningin verður haldin fimmtudaginn 20. apríl, en samkvæmt fréttatilkynningu frá Sena Live sem heldur viðburðinn er ekki hægt að bæta við fleiri sýningum og er sölu því lokið.

„Greinilegt er að Ricky Gervais er gríðarlega vinsæll á Íslandi því þrátt fyrir að nú sé búið að pakkfylla tvær Eldborgir þurftu ansi margir frá að hverfa miðalausir," segir í tilkynningunni.

„Allt gekk vel fyrir sig; rafræna biðröðin virkaði vel og 6 miða hámark tryggði góða dreifingu miða."

Stikkorð: Harpa  • Eldborg  • Ricky Gervais  • uppistand  • Sena Live