*

Hitt og þetta 12. maí 2005

Uppsveiflan mest hjá Fujitsu Siemens

Því sem næst helmingur allra seldra PC tölva í Danmörku eru fartölvur. Ekkert tölvufyrirtæki státar af jafn mikilli söluaukningu eins og Fujitsu Siemens en samkvæmt frétt Politiken er sala á fartölvum frá Fujitsu Siemens 77% meiri en á síðasta ári. Sala á fartölvum hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin en hlutfall þeirra í heildarsölu PC tölvu heldur aldrei mælst hærra en nú, eða 45%. Talið er að innan skamms tíma verði fartölvur í meirihluta seldra PC tölva.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.