*

Menning & listir 6. nóvember 2015

Útgáfufögnuður Hrólfs sögu í Máli og menningu

Ný bók Iðunnar Steinsdóttur 'Hrólfs saga' sem gefin er út af forlaginu Sölku kom út á dögunum.

Nú á dögunum var ný bók Iðunnar Steinsdóttur, Hrólfs saga, gefin út hjá forlaginu Sölku. Haldinn var útgáfufögnuður í Máli og menningu á Laugaveginum. Í hófinu söng Elín Sif, barnabarn höfundarins, í tilefni útgáfunnar.

Þetta er fyrsta jólabók sem Salka gefur út síðan eigandaskipti urðu þar á bæ. Dögg Hjaltalín tók við fyrirtækinu af Hildi Hermóðsdóttur, sem stofnaði útgáfuna árið 2000.