
Hver þekkir það ekki að vera kominn út á land með fjölskylduna og tjaldið þegar það kemur skyndilega í ljós að hnífarnir voru ekki með í för? Já, og prímusinn varð eftir í forstofunni. Fjölskyldan sér nú fram á að þurfa að narta í lambafillet með höndunum og fá ekkert heitt súkkulaði þegar fer að kólna.
Ef útileguferðir eru á sumarplaninu er nauðsynlegt að einfalda alla hluti og klikka ekki á aðalatriðunum. Finnið meðalstóran plastkassa og merkið ÚTILEGUKASSINN. Utan á kassanum skal vera listi yfir innihald.
Það eina sem þarf síðan að gera fyrir útileguna er að renna yfir listann og kíkja á innihaldið. Þessi kassi er svo alltaf tilbúinn, alltaf klár og bíður bara eftir ykkur eins og tryggur hundur. Og þá er hægt að fara í útilegu með fimm mínútna fyrirvara og engin hætta á svekkelsistárum. Það sem verður að vera í kassanum er eftirfarandi:
Nánar er fjallað um allt sem tengist útilegunni, þar á meðal hinum ómissandi útilegukassa, í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu, sem kom út á dögunum. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.
Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.