*

Menning & listir 5. maí 2013

Útkrotaðir rastafarar heimilaðir

Margra ára dómsferli vegna meints höfundaréttarbrots lauk nýverið. Richard Prince var heimilt að breyta myndum annarra.

Það er gamalkunnug klisja að afskrifa nútímalist fyrir að vera eitthvað sem „krakki gæti gert“, en hvort barni hefði dottið í hug að klippa út ljósmyndir af rastaförum, líma og krota á andlit þeirra og selja þær fyrir margar milljónir er erfitt að segja. Í kringum 2007 og 2008 gerði listamaðurinn Richard Prince einmitt þetta en í síðustu viku lauk margra ára dómsferli eftir að höfundur upprunalegu ljósmyndanna, Patrick Cariou, lögsótti Prince og galleríið hans fyrir höfundaréttarbrot.

Árið 2000 gaf Cariou út bókina Yes Rasta eftir að hafa eytt sex árum meðal rastafara á Jamaíka. Prince, sem er þekktur „appropriation“ listamaður, hefur skapað sér nafn fyrir að nýta myndefni frá öðrum og sýna það aftur í nýjum búningi. Notaði hann 35 myndir úr bókinni, breytti þeim lítillega og sýndi þær í Gagosian-galleríinu í New York. Myndirnar sótti hann án nokkurs leyfis frá Cariou og þegar hann frétti af sýningunni lögsótti hann Prince og Gagosian-galleríið fyrir höfundarréttarbrot.

Prince tapaði fyrstu umferð málsins fyrir ári síðan. Áfrýjunardómstóll sneri fyrri úrskurði málsins við í síðustu viku, Prince og Gagosian-galleríinu í hag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Bandaríkin  • Dómsmál  • Listaverk  • Höfundaréttur  • Bandaríkin