*

Tölvur & tækni 1. febrúar 2014

UTmessan fyrir innvígða og almenning

Stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum hefst um næstu helgi.

UTmessan, sem er einn stærsti við­burður ársins í tölvugeiranum, verður haldin dagana 7.­8. febrúar næstkomandi. Tilgangur ráðstefnunnar er ekki síst að kynna upplýsingatæknigeirann fyrir almenningi. Öll helstu tölvu­- og tæknifyrirtæki landsins taka þátt í UTmessunni með einum eða öðrum hætti.

Á föstudaginn er ráðstefna og sýning fyrir tölvufólk, sem skipt er upp í mismunandi „messur“, s.s. stjórnunarmessu, forritunarmessu, rekstrarmessu og fjarskiptamessu. Ráðstefnan hefst klukkan 8.45 með ávarpi Lars Mikkelgard­Jensen, for­ stjóra IBM í Danmörku, og stendur til klukkan 18:30.

Á laugardaginn er svo sýning og fræðsla fyrir almenning og er aðgangur ókeypis þá. UTmessan er haldin í Hörpu.

Stikkorð: UTmessa