*

Hitt og þetta 3. mars 2018

Útskriftarnemar sýna verk sín

Markmiðið er að vegja athygli atvinnulífsins á verkum nema í bókbandi, grafískri miðlun, ljósmyndun og prentun.

Útskriftarnemar í bókbandi, grafískri miðlun, ljósmyndun og prentun verða með nemendasýningu á morgun laugardaginn 3. mars n.k. -  kl. 13:00–15:00. Bókband, grafísk miðlun/prentsmíð, ljósmyndun og prentun eru allt löggildar iðngreinar en markmið sýningarinnar er að vekja athygli avinnulífsins á útskriftarefnunum því nú eru nemendur í þeim sporum að finna sér námssamninga og ljúka sveinsprófi.

Að þessu sinni útskrifast alls tuttugu og tveir nemendur - þrír úr bókbandi, sex í grafískri miðlun/prentsmíð, tólf í ljósmyndun og einn í prentun. Hóparnir, með aðstoð kennara, hafa unnið saman að skipulagi, uppsetningu og markaðssetningu á útskriftarsýningunni.

Nemendur hafa boðið forsvarsmönnum og starfsmönnum fjölda fyrirtækja í iðngreinunum ásamt ættingjum sínum og vinum á sýninguna til að sjá afrakstur vetrarins og kynnast náminu. Það er einnig tilvalið fyrir alla sem hafa áhuga á námi í þessum greinum að koma og kynna sér iðngreinarnar og spjalla við útskriftarefnin og kennara.

Útskriftarefni í ljósmyndun eru með til sýnis ýmis ljósmyndaverkefni sem hafa átt sér stað yfir önnina sem og persónuleg verkefni. ( T.d Arkitektúr, Filmuljósmyndun, Auglýsingamyndir, Portrait, Landslag, Myndbygging, Umhversportrait ofl. )

Grafískir miðlarar sýna m.a. gögn vegna ráðstefna um umhverfisáhrif, bækur sem fyrst og fremst eru unnar fyrir prentun en einnig unnar fyrir spjaldtölvur (ePub)og Issuu. Einnig má sjá sjónvarpsauglýsingar ásamt ýmsum öðrum verkefnum.

Bókbindarar og prentari sýna bókbands- og prentverkefni sem þau hafa unnið að í vetur og á vettvangi fyrirtækja, einnig má sjá úrval handbundinna og handgylltra bóka.