*

Menning & listir 26. apríl 2014

Útskriftarsýning LHÍ opnar í dag

Útskriftarsýning BA nema við Listaháskóla Íslands opnar í Hafnarhúsi dag.

Árleg útskriftarsýning BA nema við Listaháskóla Íslands opnar í Hafnarhúsi kl. 14:00 í dag. Sýning verður á verkum nemenda úr myndlistar, hönnunar og arkitektúrdeild Listaháskólans og í ár eru tæplega 70 nemendur sem sýna afrakstur þriggja ára náms við skólann. Sýningin er ein vinsælasta sýning Listasafns Reykjavíkur ár hvert en sýningarstjórar þetta árið eru þær Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Anna Hrund Másdóttir.

Ókeypis er á sýninguna en næstkomandi fimmtudag verður mögulegt að hlýða á sérstakt sýningarstjóraspjall um hana.