*

Ferðalög & útivist 3. september 2013

Útsýnispallar fyrir þá sem óttast ekkert

Ef erindi ferðamanna er að sjá yfir fjöll og firnindi þá eru til útsýnispallar sem eru mjög glæfralegir svo ekki sé meira sagt.

Ef fólk er ekki lofthrætt, og elskar útsýni meira en jafnvel lífið sjálft, þá ætti það að skoða myndirnar hér að ofan. CNN tók saman tólf útsýnispalla sem eru af dýrari gerðinni. 

Sumir útsýnispallarnir á myndunum eru mjög glannalegir og kannski er nóg fyrir þau lofthræddu að skoða myndirnar til að fá hroll. 

Dachstein Stairway to Nothingness heitir einn pallurinn. Þeir sem vilja heimsækja hann verða fyrst að fara yfir hæstu brú í Austurríki sem er 100 metra há og fer yfir 396 metra hátt gljúfur. Síðan þarf að fara upp 14 tröppur og upp á pallinn sem er umkringdur gleri. Ekki mikil hætta á ferð en samt. Samt. 

Annar pallur á listanum heitir Tokyo Skytree observation decks. Pallurinn er í þriðju hæstu byggingu heims sem er 634 metra há. Á pallinum eru glerveggir og útsýni yfir Tókýó í 360 gráður. Pallurinn er 450 metrar á hæð. 

Og síðan er það Grand Canyon Skywalk í Bandaríkjunum sem er úr gleri og stáli og í laginu eins og skeifa. Pallurinn er 21 metra frá jörðinni og úr honum sést ofan í gjúfur í Crand Canyon þjóðgarðinum sem er 1,6 kílómetra dúpt. Þegar pallurinn var byggður voru 90 tonn af gleri flutt inn frá Þýskalandi. Og hann er traustur en hann á að þola þyngd 70 flugvéla af gerð 747. Pallurinn kostaði 30 milljón dali í byggingu. 

Nánar má lesa um hvern og einn pall hér á vef CNN.

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Austurríki  • Örvænting  • Lofthræðsla  • Útsýni