*

Bílar 19. apríl 2017

Vængjahurðir í nýjum MG rafbíl

Breski bílaframleiðandinn MG kynnti til leiks mjög flottan og sportlegan rafbíl E-Motion sem á að vera með 500 km drægni.

MG kemur með sterkt útspil á alþjóðlegu bílasýningunni sem nú er nýhafin í Shangai í Kína. Breski bílaframleiðandinn kynnti þar til leiks mjög flottan og sportlegan rafbíl E-Motion sem á að vera með 500 km drægni.

E-Motion er mjög flottur bíll með vængjahurðum og glerþaki og minnir einna helst á bíl í James Bond mynd. Innréttingin er einnig vönduð og flott og maður myndi áætla að það bíllinn kostaði skildinginn. Það lygilega er hins vegar að bíllinn á að kosta einungis 30 þúsund pund eða tæpar 4,5 milljónir króna samkævmt upplýsingum frá bílaframleiðandanum. Það verður að teljast mjög samkeppnishæft verð fyrir þennan flotta bíl sem er að vísu enn á hugmyndastigi en verður líklega vinsæll ef hann kemst í framleiðslu.

Kínverski bílaframleiðandinn SAIC er eigandi MG og mun útvega fjármagnið til smíði E-Motion. SAIC mun einmitt útvega rafmagnsdrifrás bílsins sem hefur drægni uppá 500 km eins og áður segir. Bíllinn á að vera mjög aflmikill og komast úr kyrrstöðu í hundraðið á innan við 4 sekúndum.

Stikkorð: bílar  • kynntur  • rafbíll  • MG  • vængjahurðir