*

Sport & peningar 8. maí 2014

Van Gaal vill til Manchester

Landsliðsþjálfari Hollendinga þykir vera langlíklegastur til að taka við starfi þjálfara Manchester United.

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollendinga í knattspyrnu, sækist eftir því að verða næsti þjálfari Manchester United. Eigendur United hafa látið sig dreyma um að van Gaal tæki við eftir að David Moyes lét af störfum þann 22. Apríl.

Ég myndi gjarnan vilja taka að mér starfið, segir van Gaal við BBC sport. „Ég vona að ég verði fyrir valinu. Þetta er stærsti klúbbur í heimi og mjög mikil áskorun,“ segir hann.

Búist er við því að van Gaal verði ráðinn í næstu viku. BBC segir að Ryan Giggs, sem tímabundið tók við stöðu þjálfara, þyki og reynslulítill til að taka að sér þjálfunina.