*

Veiði 4. febrúar 2014

Var þreyttur á að elta bændur út á tún

Ingimundur Bergsson stofnaði Veiðikortið fyrir níu árum.

Trausti Hafliðason

Það styttist óðum í að vatnaveiði hefjist. Almennt má segja að hún hefjist 1. aprílen þó verða nokkur vötn opnuð fyrr eða strax þegar ísa leysir. Ingimundur Bergsson, er framkvæmdastjóri Veiðikortsins og 50 prósenta hluthafi á móti Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Inni í Veiðikortinu er aðgangur að 36 vötnum víða um land.

Ingimundur fékk hugmyndina að Veiðikortinu fyrir nokkrum árum. Hann hugðist koma því á laggirnar fyrir sumarið 2004 en það tafðist um eitt ár og fyrsta veiðikortið kom út fyrir veiðitímabilið 2005. Ingimundur segist ekki hafa haft neina sérstaka fyrirmynd þegar hann ákvað að leggja í þetta verkefni.

„Það má segja að hugmyndin hafi sprottið upp vegna þess að það pirraði mig svolítið hversu erfitt var að nálgast veiðileyfi í vötn,“ segir Ingimundur. „Maður var að elta bændur út á tún og trufla þá úti í fjósi þannig að ég hugsaði með mér að það hlyti að vera hægt að búa til eitthvað skemmtilegt módel í kringum þetta. Þannig kviknaði hugmyndin að Veiðikortinu. Í byrjun voru 23 vötn í kortinu og þau eru flest enn inni. Viðbrögðin voru strax mjög góð og vinsældirnar hafa síðan aukist með hverju ári.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.