*

Hitt og þetta 10. ágúst 2004

Varað við nýju afbrigði af Bagle

Enn eitt afbrigðið af tölvuveirunni Bagle skaut upp kollinum í gær og veldur meiri höfuðverk en forverarnir, að sögn MSNBC fréttastöðvarinnar. Ástæðan er sú að höfundar tölvuveira nýta sér núorðið ruslpóstinn til að gefa veirum sprengikraft í byrjun. Þannig er talið að hundruð þúsunda eintaka af orminum, Bagle.al, hafi verið send viðtakendum í fyrstu árásinni í gær en heiti tölvupóstsins er ýmist "price" eða "new price".

Áður fyrr voru veirur smám saman að sækja í sig veðrið og því gafst veiruvarnafyrirtækjum oftast kostur að verja tölvunotendur fyrir sýkingu en með þessari nýju ruslpóststækni hafa veiruhöfundar fundið nýjar leiðir til að hrella. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Tæknivals.