*

Hitt og þetta 23. maí 2013

Varúð!

Með tilkomu verkalýðsfélaga fóru fyrirtæki að passa betur upp á starfsfólk sitt. Oft með mjög grafískum plakötum.

Einu sinni var það svo að ef starfsfólk slasaðist í vinnunni, þá var það bara sent heim og fékk ekki launin sín. En eftir verkalýðsbaráttuna í upphafi 20. aldar fóru vinnuveitendur að bera meiri ábyrgð á lífi og limum starfsmanna sinna.

Slíkt kostaði fyrirtæki og verksmiðjur auðvitað peninga svo þá var um að gera að vara starfsmenn við því hvað gæti gerst ef þeir pössuðu sig ekki.

Og til að hafa þetta sem skýrast var oft teiknuð upp mynd af því versta sem gæti gerst. Plakötin má sjá hér að neðan en þau eru flest síðan 1925 og 1926. Sjá nánar hér