*

Tölvur & tækni 18. júlí 2014

Vaxandi gróði hjá Google

Auglýsingatekjur hafa aukist hjá Google að undanförnu vegna aukningar auglýsinga í snjallsímum.

Á fimmtudaginn tilkynntu forsvarsmenn Google að tekjur á árinu hefðu aukist um 22% miðað við síðasta ár. Þessi tilkynning hafði þau áhrif að hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu um 1,6% því er öruggt að segja að gróðinn sé vaxandi hjá Google.

Google hefur að undanförnu staðið frammi fyrir því að sannfæra auglýsendur um að auglýsa á farsímavef sínum eins og á tölvuvef sínum. Þetta er mjög mikilvægt í ljósi aukningar á notkun snjallsíma. Til að svara þessari þörf hefur Google látið auglýsendur kaupa auglýsingar bæði fyrir snjallsíma og tölvur.

Það varð 6% lækkun í hagnaði fyrir hverja auglýsingu í öðrum ársfjórðingi í fyrra en hins vegar jókst auglýsingalesning um 25% og því hækkuðu tekjur Google.

Tekjur Google námu 16 milljörðum bandaríkja dala, eða um 3000 milljörðum íslenskra króna, sem var hærra en sérfræðingar spáðu fyrir um og nam hagnaður fyrirtækisins 4,2 milljörðum, eða um 480 milljörðum íslenskra króna, sem var aðeins lægra en spáð var fyrir um.

Stikkorð: Google  • auglýsingar