*

Veiði 1. febrúar 2014

Vefsala SVFR hefst í mánuðinum

Ari Hermóður hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur segir unnið að því að koma óseldum veiðileyfum í netsölu.

Líklegt er að þau veiðileyfi sem ekki voru seld í úthlutun Stangaveiðifélags Reykjavíkur fari á vefinn hjá svfr.is í kringum 10. febrúar. Ari Hermóður Jafetsson sölustjóri segir að upphaflega hafi verið stefnt að því að koma óseldum veiðileyfum á netið fyrstu vikuna í febrúar en það velti allt á því hvenær úthlutun klárist. Sú vinna sé í fullum gangi.

„Mér finnst líklegt að þetta verði einhvern tímann í kringum 10. febrúar,“ segir Ari Hermóður. Mikil ásókn var í veiðileyfi í Elliðaánum en þó er ekki útilokað að einhverjir dagar á ánum fari í vefsöluna. Það yrðu þá líklegast dagar í ágúst eða september.