*

Ferðalög 26. mars 2013

Vefsíða fyrir þá sem ætla að keyra í útlöndum í sumar

Breska utanríkisráðuneytið bendir ökumönnum á nýja vefsíðu þar sem finna má upplýsingar um aksturskilyrði um allan heim.

Vefsíðan fcowidget.com veitir upplýsingar um akstursskilyrði um allan heim. Á vefsíðunni má líka finna fróðleiksmola þegar kemur að umferðarmenningu ýmissa landa.

Það eru stjórnvöld í Bretlandi sem ráðleggja ökumönnum að skoða síðuna hyggist þeir keyra í útlöndum. Vefsíðan er hluti af átaki stjórnvalda sem snýst um að fækka slysum, kynna ólík umferðarlög ýmissa landa og einnig nauðsyn þess að kynna sér ástand vega. The Telegraph segir frá

Vakin er athygli á að bílslys séu mjög algeng í löndum sem eru vinsæl á meðal breskra ferðamanna eins og Tæland, Ástralía og Spánn. Að lokum er minnst á nokkra athyglisverða punkta þegar kemur að umferðarlögum annarra landa:

  • Í Þýskalandi er ólöglegt að vera ekki á vetrardekkjum á vissum árstímum.
  • Í Skandinavíu er bannað að keyra ljóslaus, jafnvel um miðjan dag.
  • Í Hvíta-Rússlandi er ólöglegt að keyra um á skítugum bíl.
  • Í Rússlandi er bannað að stoppa fyrir puttaferðalöngum.
Stikkorð: Bretland  • Ferðalög
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is