*

Hitt og þetta 13. nóvember 2013

Vefsíða sem finnur skemmtilega bari

Ertu staddur í Beirút og finnur engan góðan bar? Þá er BarChick.com svarið.

BarChick.com er vefsíða sem var stofnuð 2010 og var upphaflega hugsuð sem gagnagrunnur fyrir skemmtileg öldurhús í London. En fljótlega stækkaði vefsíðan og í dag eru barir í 56 borgum tilgreindir á henni.

Vefsíðan er uppfærð reglulega og er ótrúlega handhæg. Segjum að viðkomandi vilji fara með vinum sínum á hressan bar í Ho Chi Minh, þráir góða kokteila og fínt útsýni en vill ekki borga mikið. Þá er ekkert annað en að slá þetta allt inn í leitarvélina og ýta á enter. Það er líka hægt að leita að börum sem henta vel ef mamma er með í för.

Vefsíðan er stórkostlega þægileg fyrir alla þá sem eru í ókunnugri borg og vilja komast á góðan bar og líka þá sem eru heima í sófanum og láta sig dreyma um bar. 

The Guardian segir frá hressleikanum sem er BarChick.com á vefsíðu sinni í dag

Stikkorð: BarChick.com  • bar