*

Ferðalög & útivist 5. ágúst 2013

Vefsíða sem finnur þægilegasta sætið í flugi

Vefsíða þar sem finna má upplýsingar um stærð sæta í flugvélum hefur verið endurbætt. Nú má finna upplýsingar um þægindi líka.

Fyrir hávaxið fólk í góðri þyngd hefur vefsíðan seatguru.com komið sér vel en hún hefur hingað til veitt upplýsingar um stærð á sætum í flugvélum.

Það getur nefnilega verið martröð fyrir manneskju sem er hávaxin og yfir meðalþyngd að ganga inn í flugvél. Ástandið um borð í mörgum flugvélum hefur sjaldan verið þrengra vegna sparnaðar hjá flugfélögum sem leiðir til minni sæta, minna fótapláss og það eru meiri líkur á yfirfullum flugvélum.

En nú er búið að bæta við fítus við síðuna seatgurur.com sem heitir „The Guru factor“ sem gefur sætum stig fyrir þægindi eins og til dæmis mýkt og hvað sætisbakið kemst langt aftur. Ferðalangar gefa sætum einkunn eins og „like it“, „love it“ eða „live with it“.

Þetta ætti að gera mörgum lífið aðeins auðveldara fyrir næsta ferðalag. The New York Times fjallar nánar um málið hér

Stikkorð: Flug  • Þægindi