*

Ferðalög 21. mars 2013

Vefsíða sem rannsakar hótelherbergið fyrir bókun

Myndir af hótelherbergjum geta blekkt. Nú er komin vefsíða sem rannsakar herbergin fyrir þig svo ekkert komi á óvart.

Vefsíðan Room 77 Hotel Search miðar að því að finna rétta hótelherbergið fyrir þann sem er að bóka. Fréttamiðillinn BBC segir frá þessu í dag. 

Ótal vefsíður eru í boði þegar kemur að því að bóka hótel og ekki er alltaf gefin upp raunhæf mynd af hótelunum eða herbergjunum sjálfum.

En í gegnum vefsíðuna Room 77 er hægt að tryggja að sem fæst komi á óvart. Þegar hóteli er slegið upp þá koma upplýsingar hvar hvert herbergi er staðsett á hótelinu með tilliti til umferðarhávaða, birtu og útsýnis.  

Ef pantað er á hóteli sem er fjögurra stjörnu og meira og ef pöntunin er 400 dali eða dýrari þá veitir Room 77 meðal annars upplýsingar um útsýni, fjarlægð frá lyftum, á hvaða hæð herbergið er og hvort barnarúm sé í boði.

Annað óvenjulegt við Room 77 er að hún er eina vefsíðan sem býður upp flokkun hótela eftir TripAdvisor meðmælum. Hún er líka eina vefsíðan sem veitir upplýsingar um afslátt fyrir eldri borgara, hermenn og ríkisstarfsmenn. Og nú frá og með 18. mars er komið Room 77 app sem býður upp á „mobile-only“ hótel verð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is