*

Hitt og þetta 18. ágúst 2004

Vefur um öryggi á Netinu opnaður

Frír upplýsingavefur um öryggi tölva- og netkerfa opnaði fyrir skömmu síðan undir heitinu Öruggt.net. Er vefurinn fyrst og fremst hugsaður fyrir einstaklinga, heimili og smærri fyrirtæki sem vilja getað nálgast upplýsingar um hvernig hægt er að gera samskipti sín gegnum internetið öruggari. Boðið er uppá frían hugbúnað eins og t.d. vírusvarnir, hreinsiforrit vegna tölvuorma ásamt leiðbeiningum um hvernig hreinsa má út hinar og þessar óværur er hrjá tölvunotendur dag frá degi.

Þess ber að geta að viðtökur vefsins þá tæpu 80 daga sem hann hefur verið í loftinu hafa verið frábærar og hefur fjöldi gesta á vefinn nú náð tæpum 190 þúsundum. Vefur þessi er rekinn í sjálfboðavinnu manna sem starfa sem kerfisstjórnendur, tæknimenn og sérfræðingar. Markmið vefjarins að miðla upplýsingum frítt til almennings um hvernig hægt er að hjálpa sér sjálfur í því að hreinsa út tölvuóværur hverskonar áður en til þess kemur að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir. Ennfremur er vefurinn hugsaður sem hjálpartól vegna fólks á landsbyggðinni sem á ekki alltaf aðgengi að tölvuverkstæðum og sérfræðingum sem þar starfa og því ætti vefurinn að henta landsbyggðarfólki einkar vel. Slóð vefjarins er: http://www.oruggt.net.