*

Matur og vín 27. nóvember 2017

Vegan borgari í fyrsta sinn á Hard Rock

Hvergi annars staðar í heiminum hægt að fá vegan rétti á Hard Rock.

Hard Rock Cafe Reykjavík er byrjað að bjóða vegan rétti á matseðli veitingastaðarins í Lækjargötu. Þar er fremstur í flokki vegan borgarinn Hallgerður.

„Þetta eru mikil tíðindi því við erum fyrsti Hard Rock staðurinn í heiminum til að bjóða upp á vegan rétti á matseðlinum. Það er hvergi annars staðar í heiminum hægt að fá vegan rétti á Hard Rock. Með þessu viljum við bjóða upp á breiðara úrval á matseðlinum og vegan rétti fyrir þá sem það vilja," segir Styrmir Karlsson, markaðsstjóri Hard Rock Cafe Reykjavík.

Vegan borgarinn er heimalagaður að hætti Hallgerðar Langbrókar. Arthúr Pétursson, matreiðslumeistari Hard Rock Cafe Reykjavík, á heiðurinn af vegan borgaranum," segir Styrmir.

Hráefnið í vegan borgaranum á Hard Rock er eftirfarandi:

Ferskt hráefni

Vegan ostur

Stökkt salat

hummus

ferskir tómatar

sýrðar dill gúrkum

Borgarinn er grillaður og framreiddur í heilkorna brauði.