*

Matur og vín 3. febrúar 2020

Vegan skyndibiti verri en úr kjöti

BBC hefur eftir næringarfræðingi að kjötlaus skyndibiti getur í sumum tilfellum verið verri en valkosturinn.

Ýmis konar grænmetis- eða vegan réttir hafa bæst við flóruna sem er í boði á skyndibitastöðum víðast hvar undanfarið en í umfjöllun BBC er rætt um að í sumum tilfellum geti slíkir réttir verið verri fyrir heilsuna en kjötútgáfur þeirra.

Þó Megan Rossi, sem er næringarfræðingur við King´s College í London, segi að þó það sé gott að slíkir valkostir séu í boði því þá hugsi fólk frekar um grænmetisfæði geti þeir oft verið verri en útgáfurnar með kjöti því vanti oft mikilvæg næringarefni.

„Tofu inniheldur Omega 3 en af gerð sem er ekki jafnvirk og í mat úr dýraafurðum,“ hefur BBC meðal annars eftir henni. Jafnframt bendir hún á að oft er meira salt í vegan útgáfum, sem og að Jackfruit sem er vinsæll valkostur því hefur svipaða áferð og kjöt innihaldi ekkert prótein, en mikið af kolvetnum.

Í greininni er til að mynda fjallað um hve feitar fiskiolíur geti verið góð uppspretta Omega sýru sem kölluð er Alpha-linolenic, sem aftur sé breytt í EPA og DHA sýrur, en líkamar okkar séu ekki vel hæfir til þess. Fyrri sýran virkjar heilastarfsemi en sú síðari dregur úr þunglyndisáhrifum.

Þó er hægt að fá slíkar sýrur úr til að mynda þörungum, og hægt að fá það sem fæðubótarefni. Annar næringarfræðingur, Rachel Clarkson bendir á að plöntur séu jafnframt verri uppruni próteins en dýraafurðir, þó til séu undantekningar eins og soja.

„Prótein eru byggð upp af amínósýrum, sem eru byggingareiningar sérhverrar frumu í líkamanum. Flestar plöntur innihalda ekki gott magn af öllum nauðsynlegum amínósýrum,“ segir Rachel Clarkson og bendir á að flest prótein úr plöntum skorti eina af níu helstu amínósýrurnar.

Þannig bendir Clarkson á að baunir ýmis konar innihaldi flestar en ekki allar aminósýrurnar, en hún mæli með sojapróteini. „Það væri mitt go-to prótein,“ segir hún og bendir á að baunir séu oft uppistaðan í vegan hamborgurum.

Kjöt, egg og mjólkurafurðir eru hins vegar sögð „fullkomin“ uppspretta amínósýranna því það innihaldi allar níu talsins. Einnig er rætt um skort á járni í vegan fæði á móti dýraafurðum, sem aftur sé ekki alltaf af bestu gerð þó sé mikið af þeim í baunum, korni og spínati.

Vísar greinin, sem lesa má á vef BBC jafnframt á rannsóknir sem sýni að fjórðungur þeirra sem eingöngu borða vegan fæði sé með lítið af járni í líkamanum, en sama hlutfall sé 3% hjá grænmetisætum og 0% hjá alætum.

Stikkorð: skyndibiti  • BBC  • kjöt  • Vegan  • Rachel Clarkson  • amínósýrur  • næring  • Megan Rossi