*

Veiði 20. janúar 2015

Veiði að hefjast í Dee

Fyrirtækið Lax-á býður upp á veiðiferðir til Dee í Skotlandi, en þar hefst laxveiðin 1. febrúar næstkomandi.

Ólíkt því sem þekkist á Íslandi fær laxinn í Skotlandi litla hvíld frá veiðimönnum. Algengast er að veiðin þar standi frá febrúar til loka október. Í sumum ám hefst veiði þó fyrr og lýkur jafnvel ekki fyrr en í nóvember.

Í Skotlandi eru margar frægar laxveiðiár og má nefna ár eins og Spey, Tweed, Tay og Dee. Fyrirtækið Lax-á býður upp á veiðiferðir til Dee en þar hefst laxveiðin 1. febrúar. Á vefsíðu Lax-á segir að besta veiðin í byrjun veiðitímabilsins sé á neðstu svæðum árinnar. Lax-á hefur einmitt til sölu leyfi í „Lower Crathes“ sem er eitt af þessum svæðum.

Stikkorð: Dee  • Laxveiði  • Lax-á  • Árni Baldursson
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is