*

Veiði 27. mars 2016

Veiði hefst í fjölda áa

Þann 1. apríl hefst veiði í fjölda áa víðsvegar um land og geta veiðimenn því farið að láta sig hlakka til.

Trausti Hafliðason

Veiði hefst í fjölda sjóbirtingsáa í apríl. Árnar sem gjarnan fá mestu athyglina á þessum árstíma eru þær sem eru í Vestur-Skaftafellssýslu. Má þar nefna ár eins og Tungufljót, Tungulæk, Grenlæk, Geirlandsá, Eldvatn, Vatnamót og Steinsmýrarvötn.

Í apríl hefst líka veiði í fjölmörgum öðrum ám víða um land eins og Minnivællalæk og Varmá, sem rennur í gegnum Hveragerði. Þar í grennd hefst líka í veiði í Soginu og Brúará. Þá er egnt fyrir sjóbirtingi í Grímsá í Borgarfirði í apríl, Húseyjarkvísl í Skagafirði, Litluá í Kelduhverfi og Brunná í Öxarfirði svo einhverjar ár séu nefndar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Stikkorð: urriði  • vorveiði  • Stangveiði  • sjóbirtingur  • silungur