*

Veiði 11. ágúst 2012

Veiðileyfi í góðum ám á góðu verði með stuttum fyrirvara

Erlendir veiðimenn mæta ekki alltaf í árnar þá daga sem þeir eiga pantað vegna sögusagna um lélega veiði.

 

Í sumar er algengara að erlendir veiðimenn hreinlega mæti ekki í árnar þá daga sem þeir eiga pantað. Ástæðan er sú að nú berast fregnir af dræmri veiði í flestum bestu laxveiðiám landsins. 

Þótt erlendir stangaveiðimenn séu búnir að borga leyfin felst mikill kostnaður í ferðalagi og uppihaldi hér á landi og þeir telja það þá ekki þess virði þótt veiðileyfið sé tapað. 

Þess vegna hefur verið hægt að nálgast veiðileyfi í góðum ám með stuttum fyrirvara á góðu verði. Þeir sem eru í aðstöðu til að stökkva af stað með stuttum fyrirvara hafa getað nýtt sér slík kostaboð. 

Stikkorð: Veiði