*

Veiði 21. apríl 2012

Veiðimaðurinn græjaður upp

Kostnaður við að kaupa fatnað, tæki og tól fyrir stangveiðimann kostar um 190.000 krónur ef miðað er við vinsælustu græjurnar.

Það getur kostað nokkur hundruð þúsund krónur að útbúa nýliða fyrir fluguveiðina í ár, en ef menn sleppa því að kaupa það allra dýrasta má komast af með mun lægri upphæð.

Ingólfur Kolbeinsson og starfsmenn Vesturrastar á Laugaveginum tóku saman fyrir Viðskiptablaðið helstu tæki og tól sem nýr stangveiðimaður þarf á að halda. Ákveðið var að halda sig frekar við vinsælustu vörurnar en þær allra bestu og dýrustu og var heildarkostnaður þessa ímyndaða stangveiðimanns tæpar 190.000 krónur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Veiði  • Stangveiði