*

Veiði 12. október 2014

Veiðimenn halda til heiða

Rúmar tvær vikur eru þar til veiðitímabil rjúpu hefst. Stofninn er undir meðaltali en vex þó talsvert milli ára.

Jóhannes Stefánsson

Íslenskir veiðimenn munu bráðlega streyma til fjalla í þúsundatali þegar rjúpnaveiðitímabilið hefst eftir tvær vikur. Tímabilið mun í þetta skiptið vara fjórar helgar í röð, frá föstudeginum 24. október til sunnudagsins 16. nóvember, eða samtals 12 daga.

Rjúpnastofninn er í uppsveiflu miðað við talningar frá því í fyrra og fjölgar um 41% á heildina litið, þó að fjölgun sé mjög misskipt eftir landssvæðum samkvæmt stofnstærðarmælingum Náttúrufræðistofnunar. Fyrir vikið hefur Náttúrufræðistofnun metið sem svo að veiðiþol rjúpnastofnsins séu 48.000 einstaklingar í ár, samanborið við 41.000 í fyrra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Rjúpnaveiði