*

Veiði 11. september 2013

Veiðimet í Norðurá gæti fallið

Allt eins er búist við því að veiðimet í Norðurá í Borgarfirði falli í vikunni.

Veiðimet í Norðurá í Borgarfirði gæti falliið núna í vikunni, segir í Skessuhorni. Næstsíðasta hollið kom úr ánni á mánudagskvöld að lokinni þriggja daga veiði með 155 laxa. Veiðin var þar með komin í 3,205 laxa í sumar og er farin að nálgast metið sem slegið var veiðisumarið mikla árið 2008 þegar 3.307 laxar veiddust í Norðurá. 

„Þetta var mjög góð veiði hjá hollinu sem var að koma úr ánni og ef álíka gengur hjá því næsta er ekki ólíklegt að metið falli,“ sagði Birna G. Konráðsdóttir á Borgum, formaður Veiðifélags Norðurár, í samtali við Skessuhorn í gær, en þá voru þrír dagar eftir af veiðitímabilinu í Norðurá.