*

Veiði 26. október 2013

Veiðimet slegin í níu ám í sumar

Átján laxveiðiár voru með yfir 200 laxa á stöng í sumar.

Trausti Hafliðason

Alls skiluðu átján laxveiði­ ár meira en 200 löxum á stöng í sumar. Það er ótrúlega gott en enn ótrúlegra er að engin af þessum átján ám náði 200 löxum á stöng í fyrra.

Frá því að menn hófu að taka saman tölur yfir laxveiði hefur aldrei orðið jafnmikill viðsnúningur milli ára og nú milli áranna 2012 og 2013. Samkvæmt bráðabirgðatölum Veiðimálastofnunar veiddust um 69 þúsund laxar á stöng á landinu í sumar sem er næstum tvöfalt meiri veiði en í fyrra þegar tæplega 35 þúsund laxar veiddust. Laxveiðin í sumar var sú fjórða mesta sem skráð hefur verið á síðustu 40 árum en einungis ár in 2008 til 2010 hafa gefið meiri veiði.

Veiðin var um 42 prósentum meiri en meðaltalsstangveiði áranna 1974-2012. Ef veiðin er skoðuð eftir landshlutum kemur í ljós að mesta aukningin varð á Suður- og Vesturlandi en minnst á Austurlandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Veiði  • Stangveiði