*

Veiði 3. júlí 2012

Veiðin fjölskyldusport

Veiðikortið getur komið sér vel þegar fjölskyldan ekur um landið.

Veiðikortið gerir fjölskyldum lífið létt þegar ferðast er um landið og áhugi á að kasta fyrir fiski. Yngri kynslóðinni finnst ekki síður spennandi að kasta færi í rennandi vatni.

Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur er starfrækt sérstakt barna- og unglingastarf. Er meðal annars skipulögð veiði í Elliðaánum part úr degi sérstaklega fyrir krakkana. Þá verða foreldranir að gjöra svo vel að bíða álengdar, leiðbeina og fylgjast með. Þá er hægt að skjótast í margar silungsveiðiár víða um land þar sem minna er pantað.

Stikkorð: Veiðikortið