*

Veiði 14. september 2013

Veiðir mest á þurrflugur

Laxveiðin er ekki fyrsti kostur Gests G. Gestssonar hjá Advania.

Björgvin Guðmundsson

„Ég veiði mest silung og þá helst á þurrflugur. Veðurfarið í sumar var allt annað en hagstætt fyrir slíkan veiðiskap og veiðiferðir urðu því fáar í sumar,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Hann bætir við að laxveiðin sé ekki fyrsti kostur þótt hann reyni að veiða mikið.

Fjallað er ítarlega um laxveiðina í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudag. Þar er m.a. rætt við Gylfa Sigfússon, forstjóra Eimskips, og Bjarna Ákason, forstjóra Epli.is. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Veiði  • Gestur G. Gestsson  • Stangveiði