*

Veiði 19. janúar 2013

Veiðiréttur í Eldvatni boðinn út

Veiðimenn geta nálgast útboðsgögn á skrifstofu Bændasamtakanna.

Veiðifélag Eldvatns í Meðallandi hefur leitað eftir tilboðum í veiðirétt í Eldvatni í Meðallandi fyrir árin 2013 til 2019, að báðum árum meðtöldum. Í vatninu er leyfð veiði á sex stangir og veiðitími er 1. apríl til 10. október ár hvert.

Áhugasamir hafa getað nálgast útboðsgögnin á skrifstofu Bændasamtakanna frá 2. janúar síðastliðinn, en tilboðsfrestur rennur út 25. janúar 2013 og verða tilboðin opnuð 26. janúar. Greint er frá þessu á vefsíðunni veida.is.

Stikkorð: Veiði