*

Veiði 4. desember 2015

Veiðiþættir á DVD og bók um túpur

Stefán Jón Hafstein og Lárus Karl Ingason gefa út nýja veiðibók og Gunnar Bender og Steingrímur Jón Þórðarson mynddisk með þáttunum „Við árbakkann".

Trausti Hafliðason

Við árbakkann, mynddiskur (DVD) með veiðiþáttum þeirra Gunnars Bender og Steingríms Jóns Þórðarsonar er kominn út. Þættirnir voru sýndir á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í sumar.

Á disknum er 151 mínúta af efni en þeir félagar heimsóttu veiðimenn sem voru við veiðar í ám víðs vegar um landið. Einnig er áður óbirt efni á disknum og má þar nefna þegar þeir félagar lentu í mokveiði í Ytri-Rangá. Gunnar Bender gefur einnig út Sportveiðiblaðið, sem kemur út á næstu dögum.

 

Bók um túpur

Túpur nefnist ný bók sem Lárus Karl Ingason gefur út. Stefán Jón Hafstein skrifar formála og var í hópi veiðimanna sem veitti ráðgjöf við val á túpunum sem fjallað er um. Fyrir þá sem ekki vita þá eru túpur veiðiflugur sem hnýttar eru á lítil plaströr.

Í bókinni eru að sjálfsögðu myndir af hverri túpu og uppskriftir fyrir fluguhnýtingarfólk. Einnig eru stuttar hugleiðingar um hverja túpu þar sem saga þeirra er rakin og bent á árangursríkar veiðiaðferðir. Bókin er hluti af ritröð en áður hafa komið út bækurnar Laxaflugur, Straumflugur og Silungaflugur.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.


Stikkorð: laxveiði
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is