*

Veiði 8. júlí 2013

Veiðitúrinn getur kostað 1,5 milljónir

Margir þættir stýra verðlagningu á veiðileyfum. Verð á stöng getur hlaupið á hundruð þúsunda króna.

Erfitt er að fullyrða hvað veiðimenn borga fyrir veiðileyfi í ám eins og Selá á góðum tíma. Margir þættir ráða verðlagningu, eins og veiði síðasta árs og greiðslugeta kaupanda. Samkvæmt heimildum hefur stangaveiðimanni verið boðinn dagurinn í Selá seint í ágúst á 450 þúsund krónur stöngin. Oft deila tveir stöng.

Í Fréttablaðinu í nóvember 2011 kom fram að stangardagurinn í Laxá á Ásum, sem rennur rétt hjá Blönduósi, færi líklega í 300 þúsund krónur sumarið 2012. Oft bætist við gjald fyrir gistingu og mat, sem er í kringum 23 þúsund krónur sólarhringurinn. Þriggja daga veiðitúr með ferðalagi getur því kostað um 1,5 milljónir króna.

Nánari umfjöllun um helstu laxveiðiár á Íslandi má finna í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu, sem kemur út í fyrsta skipti með Viðskiptablaðinu. Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Veiði  • Stangveiði