*

Veiði 28. júní 2014

Veiðivötn skera sig úr

Ekkert veiðivatn kemst í námunda við Veiðivötn, þrátt fyrir lakari veiði þar í fyrra en síðustu ár.

Alls veiddust 7.167 urriðar og 6.864 bleikjur í Veiðivötnum í fyrra. Þó þetta sé töluvert lakari veiði en var árin 2012 og 2011, kemst ekkert annað veiðivatn í námunda við þetta hvað fjölda fiska varðar.

Urriðaveiðin var reyndar mjög góð í Laxá í Þing. ofan Brúa, þar sem 4.014 fiskar veiddust og í Fremri-Laxá á Ásum, þar sem 3.112 urriðar veiddust. Í Vatnsdalsá veiddust síðan 1.942 urriðar. Bleikjan hefur átt undir högg að sækja hérlendis í mörg ár og veiddist næstmest af henni í Víðidalsá og Fitjá eða 1.524 fiskar. Þar á eftir kom Norðfjarðará með 1.124 bleikjur og Fljótaá með 1.022.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út 26. maí 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Veiði