*

Matur og vín 2. nóvember 2013

Veitingarýni: The CooCoo’s Nest úti á Granda

Galdurinn liggur í eggjunum á veitingastaðnum The The CooCoo’s Nest.

Það fyrsta sem tekið er eftir þegar gengið er inn á veitingastaðinn Coocoo’s Nest úti á Granda í Reykjavík er hversu lítill hann er. Eðlilega taka eldhús, afgreiðsla og starfsmannaaðstaða nokkurt pláss í litla rýminu sem er í boði í verbúðunum, þar sem flóra fyrirtækja er sífellt að stækka. Hins vegar er staðurinn flottur, frekar hráar innréttingar, ósamstæðar en samt með heildstæðu yfirbragði. Opið er inn í eldhús sem er hjarta staðarins. Þar eiga galdrarnir að gerast!

Í þetta sinn var dögurðarmatseðillinn í boði. Hann er frekar einfaldur; þrír réttir ásamt pönnukökum. Fyrir valinu var Egg Flórentine „að hætti Coocoo’s“. Grillað súrdeigsbrauð var með steiktu spínati og tveimur poached eggjum og rjómaosti. Hljómar ekki mjög flókið. En bragðast þeim mun betur. Eggin voru fullkomin, hvorki of lítið né mikið soðin. Þau voru ekki tætt heldur héldust fallega saman á diskinum. Það er viss galdur auðvitað.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .