
Menn hafa beðið lengi eftir að vélmennin taki yfir heiminn eins og gefið hefur verið í skyn í fjölmörgum kvikmyndum í gegnum tíðina.
Gervigreindin sem hefur verið að þróast á undanförnum árum hef ur þó ekki náð því stigi enn að ót tast þurfi vélmennin. Menn hafa frekar beint sjónum að því að láta vélmenni framkvæma ákveðin störf, bæði á heimilum og hjá fyrirtækjum.
Margir hafa sýnt þróun vélmenna áhuga, t.d. skrifaði Bill Gates grein undir fyrirsögninni Vélmenni á hvert heimili í tímaritið Scientific Daily árið 2006.
Fyrsta vélmennið var eins konar gervihandleggur sem lyfti nýsteyptum og glóandi bílahand föngum hjá bílaverksmiðju General Motors í Bandaríkjunum. Þeir Joseph F. Engleberger og George Devol þróuðu þetta fyrsta vélmenni árið 1961.
Fleiri slík dæmi eru til um vélmenni en ekki hefur mikið borið á vélmennum sem líta út eins og mannfólkið.
Nánar er fjallað um vélmennin í blaðinu Tölvur og hugbúnaður sem fylgdi síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.