*

Sport & peningar 23. janúar 2014

Verð á hótelgistingu í Sochi tvöfaldast

Hækkun á gistingu í Sochi slær út hækkunina sem varð í London þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir þar.

Verð á hótelgistingu í Sochi í Rússlandi hefur tvöfaldast í aðdraganda Ólympíuleikanna sem haldnir verða í borginni í febrúar.

Gestir leikana mega búast við því að borga um 163 pund fyrir gistingu sem er 144% hækkun á meðalverði gistingar í borginni sem er vanalega um 67 pund.

Ýmislegt hefur gengið á fyrir leikanna. Allt frá ásökunum um spillingu, ótta við hryðjuverk, hneyksli vegna ummæla í tengslum við samkynhneigð og snjóleysi.

Hóteleigendur í Sochi eru þó bjartsýnir eins og sést á methækkun á hótelverði en það slær út hækkunina sem varð í London fyrir Ólympíuleikana 2012. Þar hækkaði nóttin mest um 84% frá meðalverðinu sem var 185 pund og upp í 340 pund á meðan á leikunum stóð. 

The Telegraph segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag.