*

Veiði 30. mars 2013

Verð og gæði fara saman

Þrátt fyrir að verð og gæði fari oftast saman þegar kemur að byssum er hægt að finna vönduð skotvopn á góðu verði.

Gísli Freyr Valdórsson

Ingólfur Kolbeinsson, verslunarmaður í Vesturröst, hefur afgreitt skotvopn í rúm 20 ár. Hann segir í samtali við Viðskiptablaðið að í flestum tilvikum fari verð og gæði saman þó vissulega sé hægt að finna góð og vönduð skotvopn á góðu verði.

„Stærri framleiðendur, sem búnir eru að skapa sér gott nafn í þessum geira og selja vandaðar fjöldaframleiddar vörur, hafa smá forskot og geta boðið skotvopn á góðu verði,“ segir Ingólfur.

„Í mörgum tilvikum eru minni framleiðendur með hærra verð án þess að gæðin séu endilega betri. En það er þó ekki algilt í þessu. Margir minni framleiðendur eru að bjóða upp á góð skotvopn og það er úr nægu að velja þegar kemur að því að velja sér vandaða byssu.“

Séu menn í þeim hugleiðingum að kaupa sér skotvopn þá teljast ítalskar og spænskar haglabyssur með þeim betri á meðan bandarískir, þýskir og austurrískir rifflar hafa löngum verið vel metnir.

Nánar er fjallað skotvopn og verð á skotvopnum á veiðisíðu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Haglabyssur  • Vesturröst  • Rifflar