*

Menning & listir 2. desember 2012

Verðbólueinkenni á listmarkaðnum

Þótt myndlist hafi selst fyrir hundruð milljóna dollara undanfarið er erfitt að meta hvað það segir um markaðinn í heild.

Þrjú stærstu uppboðshús heims, Christie's, Sotheby's og Philips de Pury, seldu samtímalist fyrir 764,6 milljónir dollara (að frádregnu aukagjaldi kaupenda (e. buyers premium) fyrir tveimur vikum. 75% verka á uppboðunum seldust og eru þessar heildartölur 15% hærri en á síðasta hápunkti uppboðsmarkaðarins árið 2008. Sölurnar virðast næstum þversagnakenndar þegar litið er til ástands alþjóðahagkerfisins og virðast gefa til kynna að listmarkaðurinn sé kominn vel á veg inn í umtalsverða verðbólu. Þrátt fyrir þessar fregnir er hins vegar erfitt að álíta að þessar niðurstöður endurspegli markaðinn í heild sinni.

Tvískiptur markaður

Í fyrsta lagi er uppboðsmarkaðurinn aðallega endursölumarkaður (e. secondary market) fyrir myndlist og þ.a.l. aðeins helmingurinn af markaðnum fyrir myndlist í heild. Afgangurinn fer að mestu fram á markaði fyrir nýja myndlist (e. primary market) og þar er litlar sem engar upplýsingar að finna um verð né framboð á myndlist

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Christie's  • Sotheby's  • Philips de Pury